Ég er jógakennari, nuddari, nándar- og kynlífsmarkþjálfi sem legg áherslu á að hjálpa fólki að tengjast sjálfu sér og finna jafnvægi í lífinu. Ég nálgast hvern einstakling með hlýju og forvitni og leitast við að skapa öruggt rými fyllt af róttæku samþykki, án fordóma.
Ég legg mikla áherslu á að styðja fólk í því að kanna sem flesta þætti sjálfs síns. Í námi mínu sem nándar- og kynlífsmarkþjálfi lærði ég að stíga betur inn í hver ég er sem manneskja í heild, umfaðma og samþykkja alla mína ólíku parta. Þetta var mér dýrmæt reynsla sem mér finnst ég kölluð til að miðla áfram. Sómatísk (líkamsmiðuð) nálgun þessarar markþjálfunar hjálpar fólki að tengjast sjálfu sér á nýjan og dýpri hátt og tengja betur við eigin mörk og langanir.
Heilsa og vellíðan hafa alltaf verið mér hjartfólgin og hugleikin. Ég hóf mína eigin vegferð á tímum erfiðleika og leitaði aðstoðar úr ólíkum áttum. Á leiðinni varð ég Reiki-meistari og lauk námi í sjamanískum orkulækningum. Einnig aflaði ég mér réttinda sem hráfæðiskokkur og stundaði nám og starfaði í ferðaþjónustu. Ferðalög um heiminn sem og samskipti við fólk úr ólíkum menningarheimum hafa mótað mig og dýpkað skilning minn á því hvað það þýðir að vera manneskja. Öll þessi reynsla hefur veitt mér dýpri skilning og víkkað sjóndeildarhringinn í starfi mínu sem jógakennari, nuddari og markþjálfi. Ég leiði reglulega kvennahringi, kakóathafnir og ýmsar samverustundir þar sem ég skapa rými fyrir tengingu og sjálfskoðun.
Dagsdagleg nýt ég þess að verja tíma í náttúrunni, hreyfa mig, dansa, við matargerð, lestur og listsköpun. Þessar ástríður veita mér orku, innblástur og gleði sem ég miðla til þeirra sem leita til mín.
Hvort sem þú kýst nudd, jóga, markþjálfun eða einhverskonar athöfn, er markmið mitt alltaf að styðja þig í að tengja við og hlusta á líkama þinn, finna þitt já og nei og efla sjálfsöryggi og þekkingu til að tjá þitt einstaka sjálf á frjálsan hátt.
Jacob sameinar fjölbreytta reynslu sína úr jóga og íþróttum & djúpan skilning á líkamsbyggingu og hreyfifræði í starfi sínu. Hann er fær í að greina og leiðrétta ójafnvægi í líkamsstöðu sem og vinna með meiðsli og nýtir þekkingu sína í hreyfifræði og líffærafræði til að draga úr bæði bráðum og langvarandi verkjum á áhrifaríkan hátt.
Jacob beitir fjölbreyttum aðferðum, þar á meðal djúpvefjanuddi, bandvefsmeðferð, tauga- og vöðvameðferð og sænsku nuddi, og aðlagar þær að þörfum hvers og eins. Þjálfun hans í bæði orthopedic nuddi og jóga gerir honum kleift að bæta hreyfanleika líkamans og auka mýkt pg flæði hreyfinga.
Utan vinnunnar nýtur Jacob þess að verja tíma utandyra og hreyfa sig á sem fjölbreyttastan hátt. Hann er ástríðufullur um allt sem viðkemur heildrænum og heilbrigðum lífsstíl og er í eðli sínu opinn, forvitinn og fróðleiksfús um lífið í heild.