Markþjálfun hjá Jacob
Upplifir þú þig fasta/n í sama farinu, verkir eða stirðleiki í líkamanum, eitthvað sem heldur aftur af þér eða tilfinningin um að þú sért ekki að lifa lífinu á þann hátt sem þig langar. Þú veist að það er möguleiki á einhverju öðru; meira sjálfsöryggi, sterkari og heilbrigðari líkami og líflegri útgáfa af sjálfum þér. Að finna leiðina þangað getur virst yfirþyrmandi og/eða þig vantar meiri skýrleika, stuðning að taka næstu skref og aðhald. Þar kem ég til sögunnar.
Mín aðferð snýst ekki um skyndi- eða töfralausnir. Hún byggir á því að nota og deila kunnáttu og verkfærum sem ég hef safnað að mér (lært og prófað á eigin lífi), á skipulegan og stöðugan hátt til að hjálpa þér að ná raunverulegum, varanlegum árangri. Saman munum við meta styrk þinn, liðleika og hreyfanleika, skoða venjur eins og mataræði og svefn og greina mynstur sem gætu verið að halda aftur af þér. Út frá því munum við búa til áætlun sem er sérsniðin að þínum markmiðum, með sérhönnuðum æfingum, verkfærum og raunhæfum skrefum til að fylgjast með framförum þínum.
Ef þú ert tilbúinn að taka skrefið og stíga inn í líf fyllt meiri léttleika, lífsþrótti, styrk og möguleikum, þá er ég hér til að leiðbeina þér og styðja þig. Hafðu samband og við skulum ræða saman um hvernig ég get hjálpað þér.
Jafnvægi & lífsljómi
Þessi pakki inniheldur fjóra 90 mínútna tíma, yfir 4 vikur, sem samanstanda af 30 mínútum af markþjálfun og 60 mínútum af jóga eða nuddi (til skiptis, 2x jóga, 2x nudd). Jógatímarnir byggjast upp á öndun, hugleiðslu og æfingum sem auka líkamsstyrk, liðleika og hreyfigetu. Eftir hvern tíma færðu sérsniðin heimaverkefni sem styðja við þín markmið.
Innifalið:
4x einkatímar (90 mín.)
Nudd, sérsniðnir jógatímar, hugleiðsla, öndun, markþjálfun & aðhald
Heimavinna sniðin að þínum markmiðum
Vikulegur aðgangur að Jacob í gegnum tölvupóst
Heildræn endurstilling
Þessi pakki inniheldur átta einkatíma í 4 umbreytandi vikur. Annars vegar fjórir 90 mínútna tímar sem samanstanda af 30 mínútna markþjálfun og 60 mínútna styrkjandi jóga- og slökunartíma. Hinsvegar fjögur 60 mínútna nærandi djúpvefjanudd. Eftir hvern tíma færðu sérsniðin heimaverkefni sem styðja við þín markmið.
Innifalið:
4x 90 mín tímar (30 mín markþjálfun / 60 mín jóga)
4x 60 mín (nudd)
Nudd, sérsniðnir jógatímar, hugleiðsla, öndun, markþjálfun & aðhald
Heimavinna sniðin að þínum markmiðum
Vikulegur aðgangur að Jacob í gegnum tölvupóst