AcroYoga Iceland

AcroJóga Einkatímar:

AcroYoga er áhrifamikil og einstök blanda af jóga, fimleikum, dansi og teygjum sem nærir bæði líkama og sál. Þetta eru frábærar æfingar sem efla líkama og sál og kjörnar til að styrkja hæfileika okkar til þess að tjá okkur og hlusta á og vinna með öðrum. Æfingarnar snúast ekki bara um líkamlega getu heldur er það einnig dans jafnvægis, samhæfingar og gagnkvæms stuðnings.

Einkatímar í AcroJóga eru sérsniðnir á óskum hvers og eins, það er ekki þörf á að hafa neina reynslu. Mjög algengt er að einstaklingar komi sjálfum sér á óvart.

Kjörið tækifæri til að kanna dýpri líkamleg og tilfinningaleg tengsl, auka nánd, traust og samskipti. Fullkomið fyrir pör sem og vini.

Kostir Acro Jóga fyrir pör og vini

  • Aukin og betri samskipti: Áhersla á jákvæð og uppbyggjandi samskipti sem og við lærum listina að tjá okkur án orða.

  • Meiri nánd: Einstakt form af nánd í sameiginlegri hreyfingu. 

  • Uppbygging trausts: Styrking á grunni sambanda með sameiginlegum áskorunum og árangri.

  • Betri meðvitund um líkama og tilfinningar: Aukinn skilningur á eigin líkama og tilfinningum sem og hvers annars.

Sérsniðin námskeið fyrir einkahópa

Auk einkatíma bjóðum við upp á sérsniðin námskeið fyrir hópa. Þessir tímar eru tilvaldir fyrir vinnustaði, vinahópa,  félagsmiðstöðvar eða aðra sem vilja bjóða upp á grípandi, gagnvirka upplifun og/eða hópefli. Tímarnir eru sniðnir að getu og óskum hópsins.

Sýningar

Við bjóðum einnig upp á að vera með Acro Jóga sýningar fyrir hópa, viðburði, bæjarhátíðir o.s.frv. - hafðu samband fyrir nánari upplýsingar.

B ó k a ð u o k k u r f y r i r
ó g l e y m a n l e g a u p p l i f u n

Hvort sem þú ert að leita að einstakri leið til að tengjast, gera eitthvað með maka þínum, vini eða leita að sniðugum hópviðburði, þá eru Acro jóga tímar okkar, námskeið og sýningar upplyftandi og eftirminnileg upplifun.

Fyrir frekari upplýsingar og til að bóka, hafðu samband við okkur:

Horfðu á stutt Acro Jóga myndband hér: